10 ára drengur skrifaði bréf til jólasveinsins

Emma Harris í Ipswich í Englandi var að þrífa herbergi Ronnie, sonar síns, þegar hún fann bréf til jólasveinsins undir rúmi drengsins. Ronnie, 10 ára, segir í bréfinu að hann vilji ekkert dót í jólagjöf heldur vilji hann bara að pabbi hans læknist af krabbameini.

Í bréfinu stendur: „Kæri jólasveinn. Þessi jól vil ég bara einn hlut. Pabbi minn er með mjög slæmt heilaæxli. Ef þú getur, getur þú þá fundið lækningu fyrir hann og þá verð ég hamingjusamasti drengur í öllum heimi. Gleðileg jól. Þinn Ronnie Harris.“

Ronnie er duglegur að hjálpa mömmu sinni að sjá um pabba sinn, eldar mat fyrir sig og litla bróður sinn og hjálpar honum að læra og gera húsverk. Emma sagði fréttamiðlinum Mirror að bréfið hafi grætt hana: „Ég er svo st0lt af honum að vera að hugsa um pabba sinn og óska honum bata.“

 

Skyldar greinar
Myndir
Lést úr vannæringu – Ekki fyrir viðkvæma
Pug rekur óboðinn gest út af heimili
Myndir
Þriggja manna fjölskylda öll fengið krabbamein
Góðkynja stækkun blöðruhálskirtils
Myndir
Brúður rakar af sér hárið í brúðkaupi sínu
Myndir
5 staðreyndir um geirvörtur og heilsuna
Myndir
Greindist með krabbamein og skoðaði 7 undur veraldar
Myndir
Eiginkona Tom Jones er látin
Viðbrögð við greiningu krabbameins
Myndir
Janice Dickinson greinist með brjóstakrabbamein
Morgundagur kaupir Hún
Myndir
Sjáðu hvað pabbi fann í herbergi látinnar dóttur
Fylgikvillar krabbameins
Myndir
Héldu að krabbamein væri þungun – Konan lést
Myndband
Skildi 8 ára son sinn eftir á spítala
Myndir
Kim Kardashian deilir nýrri mynd af syni sínum Saint West