10 ára drengur skrifaði bréf til jólasveinsins

Emma Harris í Ipswich í Englandi var að þrífa herbergi Ronnie, sonar síns, þegar hún fann bréf til jólasveinsins undir rúmi drengsins. Ronnie, 10 ára, segir í bréfinu að hann vilji ekkert dót í jólagjöf heldur vilji hann bara að pabbi hans læknist af krabbameini.

Í bréfinu stendur: „Kæri jólasveinn. Þessi jól vil ég bara einn hlut. Pabbi minn er með mjög slæmt heilaæxli. Ef þú getur, getur þú þá fundið lækningu fyrir hann og þá verð ég hamingjusamasti drengur í öllum heimi. Gleðileg jól. Þinn Ronnie Harris.“

Ronnie er duglegur að hjálpa mömmu sinni að sjá um pabba sinn, eldar mat fyrir sig og litla bróður sinn og hjálpar honum að læra og gera húsverk. Emma sagði fréttamiðlinum Mirror að bréfið hafi grætt hana: „Ég er svo st0lt af honum að vera að hugsa um pabba sinn og óska honum bata.“

 

Skyldar greinar
Ungar stúlkur sýndar í ástarleikjum með erlendum ferðamanni
8
Fór í fangelsi fyrir að reyna að hjálpa dóttur sinni
Myndir
Ungfrú heimur hefur verið krýnd
Lést vegna tyggigúmmís
Myndir
Okrað á kodda í Rúmfatalagernum
Myndband
Fyndnustu mismæli fréttaþula árið 2014
Hjón fengu lögreglufylgd á Landspítalann
Litli drengurinn sem hefur lifað áður – Heimildarmynd
Kynlíf og krabbamein
Forvarnir gegn ristilkrabbameini
Myndband
Ótrúlega skondin tilviljun, eða ekki…
Myndband
Blésu reyk úr 60 sígarettum í lungu og gerðu samanburð
Fékk ósk sína uppfyllta og fékk að velja dauðadag sinn
Myndband
Buðu konum fyrirtækisins að fara í krabbameinsskoðun
Myndband
Þetta gerist þegar mamma er ekki heima
Myndband
Lítill blindur strákur spilar Mozart og Bach án þess að hafa lært á píanó