10 ára drengur skrifaði bréf til jólasveinsins

Emma Harris í Ipswich í Englandi var að þrífa herbergi Ronnie, sonar síns, þegar hún fann bréf til jólasveinsins undir rúmi drengsins. Ronnie, 10 ára, segir í bréfinu að hann vilji ekkert dót í jólagjöf heldur vilji hann bara að pabbi hans læknist af krabbameini.

Í bréfinu stendur: „Kæri jólasveinn. Þessi jól vil ég bara einn hlut. Pabbi minn er með mjög slæmt heilaæxli. Ef þú getur, getur þú þá fundið lækningu fyrir hann og þá verð ég hamingjusamasti drengur í öllum heimi. Gleðileg jól. Þinn Ronnie Harris.“

Ronnie er duglegur að hjálpa mömmu sinni að sjá um pabba sinn, eldar mat fyrir sig og litla bróður sinn og hjálpar honum að læra og gera húsverk. Emma sagði fréttamiðlinum Mirror að bréfið hafi grætt hana: „Ég er svo st0lt af honum að vera að hugsa um pabba sinn og óska honum bata.“

 

Skyldar greinar
Helgi Björns og Salka Sól taka lagið á Roadhouse í hádeginu í dag
Allt sem þú þarft að vita um leghálskrabbamein
Hver eru einkenni ristilkrabbameins?
Konur eiga að þreifa brjóst sín 1 sinni í mánuði
Myndir
Síðustu myndirnar af Jim Carrey og Cathriona White birtar
Myndir
Var sagt upp vegna húðflúrs síns
Céline Dion tileinkar dauðvona eiginmanni sínum lag á tónleikunum sínum
Umbylting á QuizUp: Notendur fá frjálsar hendur
Vakin athygli á krabbameini í kvenlíffærum
Hvar eru konurnar?
Strákarnir okkar í beinni á Ingólfstorgi
Ingólfstorg verður Arena de Ingólfstorg
,,En þú ert ekki mjó!“
Vonarstyrkur: Ný stuðningssamtök fyrir fólk með eða sem hefur verið með átröskun
Dunkin Donuts í Kringluna
Myndband
Hann er ekki reiður, hann er BRJÁLAÐUR