Dásamlegt Naan brauð – Uppskrift

Naan brauð er ótrúlega góð viðbót við allskonar mat en þó sérstaklega indverskan. Ef Naan brauð er á borðum á mínu heimili þá er það alltaf borðað upp til agna. Hér er uppskrift sem ég fékk frá einni vinkonu minni.

Naan brauð

11 gr þurrger
2 msk sykur
200 ml mjólk, ylvolg
600 gr hveiti
1 tsk salt
2 tsk lyftiduft
4 msk ólífuolía
180 gr hrein Jógúrt
1 msk maldonsalt
1 msk indversk kryddblanda (t.d. masala)
25 gr smjör
1 hvítlauksrif, pressað
knippi af fersku kóríanderlaufi

Ger, sykur og volgri mjólk blandað saman, Hveiti salt, lyftiduft, olía og jógúrt blandað saman við. Þetta er látið hefast í klst. ef tími gefst til, það sleppur alveg að hefa það ekki.

Bræðið smjör og setjið hvítlauksrif saman við og smyrjið yfir og kóríanderlauf klippt yfir brauðin.

Skerðu brauðið niður og flettu það út með höndunum, getur stjórnað stærð brauðanna sjálf/ur.

Bakist í 275°c ofni í 5-7 mínútur en svo má líka setja á grillið eða á  pönnu.

Skyldar greinar
Mexíkósk kjúklingasúpa
Kjötbollur með mozzarella og basiliku
Þorskhnakkar i Miðjarðarhafssósu
Súkkulaðikaka með Pipp bananakremi
2
Ostakaka með Nóa kroppi og hindberjasósu – einföld og fljótleg
Subbulega gott helgarsnakk – Uppskrift
Hveiti- og sykurlaust bananabrauð
Bolludagsbomba með Nutella-mús og karamellu
Mozzarellafylltar brauðbollur með hvítlauks- og steinseljusmjöri
Dandalakjúklingaréttur
Gratíneraður fiskur með púrrulauk og blómkáli
Myndband
Vá! Þessi bakaða kartafla er æði
3
Dýrðlegir kanilsnúðar með súkkulaðiglassúr
Hakkbuff í raspi
Uppáhalds fiskréttur fjölskyldunnar
Fljótlegir múslíbitar með hnetusmjöri og ristuðum möndlum