Hreindýrabollur – Uppskrift

Maðurinn minn fer reglulega að veiða og hann veiddi í fyrra hreindýr sem hefur verið borðað á þessu heimili og haft inn í frysti. Hann er snillingur í að elda villibráð og í matinn í gær voru hreindýrabollur. Fyrir þá sem langar að prufa er uppskriftin hér. 
Það sem þú þarft í bollurnar sjálfar:

750 gr hreindýrahakk
tæpur pakki af TUC kexi með beikonbragði
Villijurtir frá pottagöldrum 1 msk
fínsöxuð einiber 5 stk
Salt, hálf teskeið
Pipar 1/4 teskeið
Rauðlaukur 1stk fínt saxaður
2 egg

Aðferð:
hnoðað
sett smjör á pönnu hitað vel
bollurnar hnoðaðar og skellt á pönnuna
brúnaðar og síðan settar í eldfast mót
mjólk eða rjómi settur á pönnuna sem bollurnar voru steiktar á og hrærð upp sósa
einn græmnmetisteningur
hálfur lítri rjómi
einn villisveppaostur
þurrkaðir skógarsveppir ef vill
Bláberjasulta, helst frá völlum – vellir.is er skilyrði með þessu!
Þá ertu komin/n með sósu líka. Hér var höfð kartöflumús með líka, með hýði!


Stráknum fannst þær rosalega góðar líka og þær slógu í gegn hér.

Skyldar greinar
Ljúffeng og einföld Rice Krispies kaka
Myndband
Kona gefur litlu barni að borða í Brasilíu
Eldsnögg eggjakaka á innan við mínútu – Bökuð í vöfflujárni!
Dásamlega gott rúsínuspeltbrauð
Myndir
Guðdómlega gómsætar vöfflur með vanilluís, rjóma & Rommýsúkkulaðisósu
2
Snargeggjuð kókosbollubomba með Daimrjóma og karamellu
Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu
Dýrðlegar brownies með Oreo og hnetusmjöri
Syndsamlega gott kjúklingasalat
Heitt súkkulaði með rauðvínsívafi
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
5
Dásamlega ljúffeng Daimskyrterta með karamellusósu
Einfalt pylsupasta
Nutellaídýfa með hnetusmjöri & Oreokexi
Brie-bökuð ýsa með pistasíum
BBQ kjúklingur