Hreindýrabollur – Uppskrift

Maðurinn minn fer reglulega að veiða og hann veiddi í fyrra hreindýr sem hefur verið borðað á þessu heimili og haft inn í frysti. Hann er snillingur í að elda villibráð og í matinn í gær voru hreindýrabollur. Fyrir þá sem langar að prufa er uppskriftin hér. 
Það sem þú þarft í bollurnar sjálfar:

750 gr hreindýrahakk
tæpur pakki af TUC kexi með beikonbragði
Villijurtir frá pottagöldrum 1 msk
fínsöxuð einiber 5 stk
Salt, hálf teskeið
Pipar 1/4 teskeið
Rauðlaukur 1stk fínt saxaður
2 egg

Aðferð:
hnoðað
sett smjör á pönnu hitað vel
bollurnar hnoðaðar og skellt á pönnuna
brúnaðar og síðan settar í eldfast mót
mjólk eða rjómi settur á pönnuna sem bollurnar voru steiktar á og hrærð upp sósa
einn græmnmetisteningur
hálfur lítri rjómi
einn villisveppaostur
þurrkaðir skógarsveppir ef vill
Bláberjasulta, helst frá völlum – vellir.is er skilyrði með þessu!
Þá ertu komin/n með sósu líka. Hér var höfð kartöflumús með líka, með hýði!


Stráknum fannst þær rosalega góðar líka og þær slógu í gegn hér.

Skyldar greinar
Snickers Marengskaka
Pizza með blómkálsbotni
Ofnbakaður skötuselur í karrí-mangósósu með kúskús
Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti
Myndband
Húsráð: Frystu matinn fyrir hverja máltíð
Myndband
Athugið – Ekki henda mat í apa! Þetta gæti gerst!
Efnaskipti fitu
Naanbaka með mangókjúkling og spínati
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Lúxusgrautur með súkkulaðibragði
Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum
Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!
Myndband
Húsráð: Svona endist maturinn þinn lengur
Grillaðar sætar kartöflur með lime og klettasalati
Grænmetis bolognese með mascarpone
10 svakalegar staðreyndir um mat