Hreindýrabollur – Uppskrift

Maðurinn minn fer reglulega að veiða og hann veiddi í fyrra hreindýr sem hefur verið borðað á þessu heimili og haft inn í frysti. Hann er snillingur í að elda villibráð og í matinn í gær voru hreindýrabollur. Fyrir þá sem langar að prufa er uppskriftin hér. 
Það sem þú þarft í bollurnar sjálfar:

750 gr hreindýrahakk
tæpur pakki af TUC kexi með beikonbragði
Villijurtir frá pottagöldrum 1 msk
fínsöxuð einiber 5 stk
Salt, hálf teskeið
Pipar 1/4 teskeið
Rauðlaukur 1stk fínt saxaður
2 egg

Aðferð:
hnoðað
sett smjör á pönnu hitað vel
bollurnar hnoðaðar og skellt á pönnuna
brúnaðar og síðan settar í eldfast mót
mjólk eða rjómi settur á pönnuna sem bollurnar voru steiktar á og hrærð upp sósa
einn græmnmetisteningur
hálfur lítri rjómi
einn villisveppaostur
þurrkaðir skógarsveppir ef vill
Bláberjasulta, helst frá völlum – vellir.is er skilyrði með þessu!
Þá ertu komin/n með sósu líka. Hér var höfð kartöflumús með líka, með hýði!


Stráknum fannst þær rosalega góðar líka og þær slógu í gegn hér.

Skyldar greinar
Myndir
Hættum að dæma mæður sem gefa svöngum börnum sínum brjóst
Góð nautasteik er það fallegasta sem maður sér á diskinum fyrir framan sig
Marengsterta sælkerans
Myndband
Hann býr til rosalegustu beikonborgara sem þú hefur séð
Besti hafragrautur í heimi
Silungur með spínati og kókosmjólk
Amerískar pönnukökur með karamelluðum kanileplum
Kjúklingasalat fyrir sælkera
Unaðsleg kaka með hnetubotni og súkkulaðimús
Pasta með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og basiliku
Myndir
Gjörsamlega himneskt jarðarberjasalsa
2
Fiskur í okkar sósu
6
Besta Bernaise sósa í heimi
Himnesk Bountyskyrterta
Hægeldað nautachilli
Gómsætar kryddaðar kjötbollur í rjómatómatsósu