Piparkökur

Það fer óðfluga að styttast í jólin og piparkökur eru nauðsynlegar á aðventunni. Þessi uppskrift er rosalega góð!

Piparkökur

 

4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál og hrærið vel.
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin, gott að það sé ekki nýkomið úr ísskápnum. Búið til holu í deiginu og hellið sírópi og mjólk í holuna. Hrærið vel saman.
Setjið deigið á borð og hnoðið vel. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út kökur. Bakið í miðjum ofni í um 10 mínútur.

Skyldar greinar
16
Dæmalaust djúsí vöfflur löðrandi í Kaffisúkkulaðisósu og rjóma
Uppáhalds kjúklingarétturinn með piparosti, hvítlauk og pestó
Unaðslegir rjómakaramellukubbar
Myndband
Ertu matarperri? Hérna eru 7 nýir réttir sem þú þarft að prófa
Hnetusmjörsmuffins með Nutellakremi
Myndir
Brjálæðislega góðar vöfflur með vanilluís og Bingókúlusósu
Myndir
Lasagne með beikoni og sólþurrkuðum tómötum
Myndir
Bakar örsmáan mat í örsmáu eldhúsi
Tælensk fiskisúpa
Gamaldags súkkulaðiterta með alvöru súkkulaðiglassúr
Myndband
Manstu þegar Kim Kardashian reyndi að meika það sem söngkona?
Trylltar ostabrauðstangir með piparostasósu
Myndir
Mergjuð brownie með KitKat-fyllingu
Hollar súkkulaðibitakökur
Dásamlega ljúffengur pestókjúklingur
Myndir
10 skammvinn hjónabönd í Hollywood