Piparkökur

Það fer óðfluga að styttast í jólin og piparkökur eru nauðsynlegar á aðventunni. Þessi uppskrift er rosalega góð!

Piparkökur

 

4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál og hrærið vel.
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin, gott að það sé ekki nýkomið úr ísskápnum. Búið til holu í deiginu og hellið sírópi og mjólk í holuna. Hrærið vel saman.
Setjið deigið á borð og hnoðið vel. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út kökur. Bakið í miðjum ofni í um 10 mínútur.

Skyldar greinar
Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
Æðisleg og öðruvísi karamellujógúrtkaka
Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostkurli
Einfaldir réttir eru stundum langbestir
Sjúklega góð sjöholukaka
Guðdómlegir múslíbitar
Heit kaka með ávöxtum og súkkulaði
Gómsætt túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Æðisleg kanilsnúðakladdakaka
5
Æðisleg marengsterta með ávaxtarjóma og karamellusúkkulaðikremi
Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk
Einfaldir Oreo ostakökubitar
Hvönnin nýtt í dýrindis kvöldverð
Æðisleg vanillukaka með hvítu súkkulaði og Oreokexi
Pizza með ofnbökuðum rauðrófum, mýktum lauk, valhnetum og geitaosti.
Myndband
DIY: Jell-O glös fyrir partýið