Piparkökur

Það fer óðfluga að styttast í jólin og piparkökur eru nauðsynlegar á aðventunni. Þessi uppskrift er rosalega góð!

Piparkökur

 

4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál og hrærið vel.
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin, gott að það sé ekki nýkomið úr ísskápnum. Búið til holu í deiginu og hellið sírópi og mjólk í holuna. Hrærið vel saman.
Setjið deigið á borð og hnoðið vel. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út kökur. Bakið í miðjum ofni í um 10 mínútur.

Skyldar greinar
Mjúk og safarík ananaskaka
Kjötbollurnar sem allir elska
Eggja- og mjólkurlausar bollur með hindberjasultu og kókosrjóma
Krakkavæni kornflexkjúklingurinn
HOLLAR Snickerskúlur með þremur innihaldsefnum
Gómsætir kotasæluklattar
2
Bananapæ með karamellusósu og Daimsúkkulaði
2
Einfaldur og sjúklega gómsætur döðlueftirréttur
Ofnbakaður lax með klettasalati og fetaosti
Veislumatur sem tekur enga stund
Dásamleg marengsterta með karamellurjóma
Skyrkaka með karamellu, Nóakroppi & jarðarberjum
5
Bananabrauð sem börnin elska
Myndband
Afmæliskökupinnar
Besti kjúklingaréttur EVER!
Mangókjúklingur með sætum kartöflum, fetaosti & kexmulningi