Piparkökur

Það fer óðfluga að styttast í jólin og piparkökur eru nauðsynlegar á aðventunni. Þessi uppskrift er rosalega góð!

Piparkökur

 

4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál og hrærið vel.
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin, gott að það sé ekki nýkomið úr ísskápnum. Búið til holu í deiginu og hellið sírópi og mjólk í holuna. Hrærið vel saman.
Setjið deigið á borð og hnoðið vel. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út kökur. Bakið í miðjum ofni í um 10 mínútur.

Skyldar greinar
Brjálæðislega gott döðlu- & ólífupestó
Myndir
Geggjaðir Pågen kanilsnúðar með hvítu súkkulaði & karamellu
Frönsk súkkulaðikaka með karamellukeim
Hættulega góð bananaostakaka
Sjúklega gómsæt Snickerssæla
Fljótleg og ljúffeng ítölsk brauðterta
Himneskar bollakökur með vanillu- og sykurpúðakremi
Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu
Myndband
Heimatilbúin ostasósa á 10 mínútum
Einfalt og ljúffengt mexíkóskt lasagne
5 mínútna Dumle súkklaðikaka í bolla
Guðdómlega góður kryddhjúpaður hungangskjúklingur
Myndband
Er allt í lagi með þitt avacado?
Heimsins besta kaka – norskur klassíker
7
Alltaf tími fyrir sætar freistingar
Hrikalega gott meðlæti með grillkjötinu