Piparkökur

Það fer óðfluga að styttast í jólin og piparkökur eru nauðsynlegar á aðventunni. Þessi uppskrift er rosalega góð!

Piparkökur

 

4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál og hrærið vel.
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin, gott að það sé ekki nýkomið úr ísskápnum. Búið til holu í deiginu og hellið sírópi og mjólk í holuna. Hrærið vel saman.
Setjið deigið á borð og hnoðið vel. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út kökur. Bakið í miðjum ofni í um 10 mínútur.

Skyldar greinar
Nammisprengja með Nutella, Maltesers, Oreo & Dumle karamellum
Hann er með 2 typpi og segir bæði virka!
Mexíkóskur mangókjúklingur
Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí
Zucchini súkkulaðikaka
Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi
2
Grænmetislasagna og hvítlauksbollur
Heilsteiktur kjúklingur með karrí- og eplasósu
Kim Kardashian á forsíðu ástralska Vogue
Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa
Vandræðalega góð kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý
Myndband
7 mýtur um mat sem þú hefur örugglega ekki heyrt
Asískar kjötbollur
Omnom salatvefja með chilíkjúklingi
Fajita ofnskúffa
Asískur kjúklingaréttur