Piparkökur

Það fer óðfluga að styttast í jólin og piparkökur eru nauðsynlegar á aðventunni. Þessi uppskrift er rosalega góð!

Piparkökur

 

4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál og hrærið vel.
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin, gott að það sé ekki nýkomið úr ísskápnum. Búið til holu í deiginu og hellið sírópi og mjólk í holuna. Hrærið vel saman.
Setjið deigið á borð og hnoðið vel. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út kökur. Bakið í miðjum ofni í um 10 mínútur.

Skyldar greinar
Ljúffeng og einföld Rice Krispies kaka
Pannacottakaka með ástríðualdin
Myndband
Kona gefur litlu barni að borða í Brasilíu
Eldsnögg eggjakaka á innan við mínútu – Bökuð í vöfflujárni!
Dásamlega gott rúsínuspeltbrauð
Myndir
Guðdómlega gómsætar vöfflur með vanilluís, rjóma & Rommýsúkkulaðisósu
2
Snargeggjuð kókosbollubomba með Daimrjóma og karamellu
Kvöldmatur á hraðferð Cobb salat með sætri sinnepssósu
Dýrðlegar brownies með Oreo og hnetusmjöri
Syndsamlega gott kjúklingasalat
Heitt súkkulaði með rauðvínsívafi
Sebrakaka
Ostborgaraídýfa með beikoni og grilluðum mozzarella
5
Dásamlega ljúffeng Daimskyrterta með karamellusósu
Einfalt pylsupasta
Nutellaídýfa með hnetusmjöri & Oreokexi