Piparkökur

Það fer óðfluga að styttast í jólin og piparkökur eru nauðsynlegar á aðventunni. Þessi uppskrift er rosalega góð!

Piparkökur

 

4 dl hveiti
1 og ½ dl sykur
1 tsk engifer
2 tsk kanill
1 tsk negull
1 tsk matarsóti
1/8 tsk pipar
90 g smjörlíki
½ dl síróp
½ dl mjólk

Aðferð

Hitið ofninn í 200°C. Blandið öllum þurrefnum saman í stóra skál og hrærið vel.
Myljið smjörlíkið saman við þurrefnin, gott að það sé ekki nýkomið úr ísskápnum. Búið til holu í deiginu og hellið sírópi og mjólk í holuna. Hrærið vel saman.
Setjið deigið á borð og hnoðið vel. Fletjið deigið út með kökukefli og stingið út kökur. Bakið í miðjum ofni í um 10 mínútur.

Skyldar greinar
Súkkulaðimuffins með rjómaostafyllingu
Glútenlausar muffins með súkkulaði
Kona ætlar að baka brauð úr útferð sinni
Sælusalat með rósmarín og sætum kartöflum
Gómsæt blómkálssúpa með eplum og beikonbitum
Kjúklingapasta í rjómaostasósu með beikoni
Geggjaður Toblerone jólaís með hnetum og banönum
Jólaleg kanilskúffukaka með kanilkremi
Lambapottréttur með karrí og sætum kartöflum
Myndband
Unaðslegt osta- og eggjabrauð sem þú verður að prófa
Hafrakossar sem slá í gegn
Þessar þrjár fæðutegundir koma í veg fyrir beinþynningu
Myndir
Hefur þig alltaf langað í freknur?
Karamelluostakaka með Oreobotni
Himneskar Bountykúlur
Sjúklega góðir stökkir Marsmolar