Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma – Uppskrift

Auðvelt að búa til og æðislega gott !

Heimatilbúinn sítrónubúðingur er stórgóður á sumrin. Þegar þú ert búin að laga hann seturðu smásletttu af þeyttum rjóma ofan á hann og gestir þínir verða mjög kátir! 

Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma

Fyrir 4-6

Efni: 

Búðingurinn

3/4 bollar sykur

 • 1/4 bolli kartöflumjöl
 • 2-1/2 bollar mjólk (ATH! ekki undanrenna)
 • 3 eggjarauður
 • 1/4 tsk. salt
 • 1 tsk. sítrónubörkur
 • 1/2 bolli sítrónusafi
 • 2 msk. smjör, skorið í bita
 • Rjóminn
 • 1 bolli rjómi
 • 1/3 bolli púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þeytið mjög vel saman sykur, kartöflumjöl, mjólk, eggjarauður, salt, sítrónubörk og sítrónusafa.

Bætið smjöri út í og látið á heita plötu (miðlungs heita). Hrærið stöðugt í þar til búðingurinn er orðinn þykkur (u.þ.b. 8 mín). Hellið í 4-6 ábætisskálar og kælið.

Setjið rjóma, sykur og vanilludropa í skál og þeytið með rafmagnshandþeytara þar til rjóminn er stífþeyttur. Bætið þeytta rjómanum ofan á búðinginn.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Skyldar greinar
Æðisleg marengsterta með Rolo og Nóa kroppi
Frábær fiskréttur í rjómasósu með grænmeti og fetaosti
Æðisleg og öðruvísi karamellujógúrtkaka
Tómatsúpa með grillaðri papriku, stökku beikoni og fetaostkurli
Einfaldir réttir eru stundum langbestir
Sjúklega góð sjöholukaka
Guðdómlegir múslíbitar
Gómsætt túnfisksalat með kjúklingabaunum, hvítlauk og steinselju
Heimsins besti hafragrautur með hindberjum og kókosmjólk
Einfaldir Oreo ostakökubitar
Hvönnin nýtt í dýrindis kvöldverð
Æðisleg vanillukaka með hvítu súkkulaði og Oreokexi
Pizza með ofnbökuðum rauðrófum, mýktum lauk, valhnetum og geitaosti.
Myndband
DIY: Jell-O glös fyrir partýið
Myndband
Svona eldar þú eggjaköku í plastpoka
Heimsins besta ofurnachos með sætum kartöflum, mozzarella og öðru gúmmelaði