Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma – Uppskrift

Auðvelt að búa til og æðislega gott !

Heimatilbúinn sítrónubúðingur er stórgóður á sumrin. Þegar þú ert búin að laga hann seturðu smásletttu af þeyttum rjóma ofan á hann og gestir þínir verða mjög kátir! 

Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma

Fyrir 4-6

Efni: 

Búðingurinn

3/4 bollar sykur

 • 1/4 bolli kartöflumjöl
 • 2-1/2 bollar mjólk (ATH! ekki undanrenna)
 • 3 eggjarauður
 • 1/4 tsk. salt
 • 1 tsk. sítrónubörkur
 • 1/2 bolli sítrónusafi
 • 2 msk. smjör, skorið í bita
 • Rjóminn
 • 1 bolli rjómi
 • 1/3 bolli púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þeytið mjög vel saman sykur, kartöflumjöl, mjólk, eggjarauður, salt, sítrónubörk og sítrónusafa.

Bætið smjöri út í og látið á heita plötu (miðlungs heita). Hrærið stöðugt í þar til búðingurinn er orðinn þykkur (u.þ.b. 8 mín). Hellið í 4-6 ábætisskálar og kælið.

Setjið rjóma, sykur og vanilludropa í skál og þeytið með rafmagnshandþeytara þar til rjóminn er stífþeyttur. Bætið þeytta rjómanum ofan á búðinginn.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Skyldar greinar
Mexíkósk kjúklingasúpa
Mögulega besta nachos í heimi
Kjötbollur með mozzarella og basiliku
Heimsins besti hummus
Myndband
Guðdómlega girnileg Oreo-ídýfa
Þorskhnakkar i Miðjarðarhafssósu
Subbulega gott helgarsnakk – Uppskrift
3
Kjúklingur á pönnu með sólþurrkuðum tómötum og hvítlauk
Myndband
Búðu til brjálæðislega girnilegt beikon-sushi
Kínverskur wok réttur með lambakjöti og grænmeti í ostrusósu
Sniðugt: MyFridgeFood, hakaðu við hráefnin sem þú átt til og vefurinn finnur fyrir þig uppskriftir
Rice Krispies kubbar með Oreo & hvítu súkkulaði
Dandalakjúklingaréttur
Ofnbakað eplasnakk
Gratíneraður fiskur með púrrulauk og blómkáli
Myndband
Vá! Þessi bakaða kartafla er æði