Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma – Uppskrift

Auðvelt að búa til og æðislega gott !

Heimatilbúinn sítrónubúðingur er stórgóður á sumrin. Þegar þú ert búin að laga hann seturðu smásletttu af þeyttum rjóma ofan á hann og gestir þínir verða mjög kátir! 

Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma

Fyrir 4-6

Efni: 

Búðingurinn

3/4 bollar sykur

 • 1/4 bolli kartöflumjöl
 • 2-1/2 bollar mjólk (ATH! ekki undanrenna)
 • 3 eggjarauður
 • 1/4 tsk. salt
 • 1 tsk. sítrónubörkur
 • 1/2 bolli sítrónusafi
 • 2 msk. smjör, skorið í bita
 • Rjóminn
 • 1 bolli rjómi
 • 1/3 bolli púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þeytið mjög vel saman sykur, kartöflumjöl, mjólk, eggjarauður, salt, sítrónubörk og sítrónusafa.

Bætið smjöri út í og látið á heita plötu (miðlungs heita). Hrærið stöðugt í þar til búðingurinn er orðinn þykkur (u.þ.b. 8 mín). Hellið í 4-6 ábætisskálar og kælið.

Setjið rjóma, sykur og vanilludropa í skál og þeytið með rafmagnshandþeytara þar til rjóminn er stífþeyttur. Bætið þeytta rjómanum ofan á búðinginn.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Skyldar greinar
Rice Krispies terta með bingókúlum & hraunrjóma
Myndir
Hættum að dæma mæður sem gefa svöngum börnum sínum brjóst
Góð nautasteik er það fallegasta sem maður sér á diskinum fyrir framan sig
Marengsterta sælkerans
Myndband
Hann býr til rosalegustu beikonborgara sem þú hefur séð
Besti hafragrautur í heimi
Silungur með spínati og kókosmjólk
Amerískar pönnukökur með karamelluðum kanileplum
Kjúklingasalat fyrir sælkera
Unaðsleg kaka með hnetubotni og súkkulaðimús
Pasta með kjúklingi, sólþurrkuðum tómötum og basiliku
Myndir
Gjörsamlega himneskt jarðarberjasalsa
2
Fiskur í okkar sósu
6
Besta Bernaise sósa í heimi
Himnesk Bountyskyrterta
Hægeldað nautachilli