Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma – Uppskrift

Auðvelt að búa til og æðislega gott !

Heimatilbúinn sítrónubúðingur er stórgóður á sumrin. Þegar þú ert búin að laga hann seturðu smásletttu af þeyttum rjóma ofan á hann og gestir þínir verða mjög kátir! 

Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma

Fyrir 4-6

Efni: 

Búðingurinn

3/4 bollar sykur

 • 1/4 bolli kartöflumjöl
 • 2-1/2 bollar mjólk (ATH! ekki undanrenna)
 • 3 eggjarauður
 • 1/4 tsk. salt
 • 1 tsk. sítrónubörkur
 • 1/2 bolli sítrónusafi
 • 2 msk. smjör, skorið í bita
 • Rjóminn
 • 1 bolli rjómi
 • 1/3 bolli púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þeytið mjög vel saman sykur, kartöflumjöl, mjólk, eggjarauður, salt, sítrónubörk og sítrónusafa.

Bætið smjöri út í og látið á heita plötu (miðlungs heita). Hrærið stöðugt í þar til búðingurinn er orðinn þykkur (u.þ.b. 8 mín). Hellið í 4-6 ábætisskálar og kælið.

Setjið rjóma, sykur og vanilludropa í skál og þeytið með rafmagnshandþeytara þar til rjóminn er stífþeyttur. Bætið þeytta rjómanum ofan á búðinginn.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Skyldar greinar
Fiski-tacos Gwyneth Paltrow
Ítalskur lax með fetaostasósu
Pönnukökur með ostafyllingu og jarðarberjasósu
Guðdómleg hnetusmjörsparadís
Kjúklingapasta með cajunkryddi
Ljúffeng indversk vetrarsúpa (af því að sumarið er hvergi sjáanlegt)
2
Steiktur fiskur í pulsubrauði
Fljótleg satay kjúklingaspjót
4
Sjúklega gómsæt ostakaka með Mars & Rice Krispies
Kasjúhnetuklattar með karmellu og súkkulaði
Fylltar ofnbakaðar tortillarúllur
Dásamlega ljúffeng myntuskyrkaka
Ofnbakaðar kjötbollur
2
Gómsætur sætkartöflupottréttur
Þorskur undir krydduðum osta- og rasphjúp
Myndband
7 stórsniðugar leiðir til þess að brúka vöfflujárn