Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma – Uppskrift

Auðvelt að búa til og æðislega gott !

Heimatilbúinn sítrónubúðingur er stórgóður á sumrin. Þegar þú ert búin að laga hann seturðu smásletttu af þeyttum rjóma ofan á hann og gestir þínir verða mjög kátir! 

Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma

Fyrir 4-6

Efni: 

Búðingurinn

3/4 bollar sykur

 • 1/4 bolli kartöflumjöl
 • 2-1/2 bollar mjólk (ATH! ekki undanrenna)
 • 3 eggjarauður
 • 1/4 tsk. salt
 • 1 tsk. sítrónubörkur
 • 1/2 bolli sítrónusafi
 • 2 msk. smjör, skorið í bita
 • Rjóminn
 • 1 bolli rjómi
 • 1/3 bolli púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þeytið mjög vel saman sykur, kartöflumjöl, mjólk, eggjarauður, salt, sítrónubörk og sítrónusafa.

Bætið smjöri út í og látið á heita plötu (miðlungs heita). Hrærið stöðugt í þar til búðingurinn er orðinn þykkur (u.þ.b. 8 mín). Hellið í 4-6 ábætisskálar og kælið.

Setjið rjóma, sykur og vanilludropa í skál og þeytið með rafmagnshandþeytara þar til rjóminn er stífþeyttur. Bætið þeytta rjómanum ofan á búðinginn.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Skyldar greinar
Sérstök og sérlega góð frönsk súkkulaðikaka
Meinholl morgunverðarskál
Frönsk súkkulaðikaka með æðislegu kremi
Myndband
Sjúklega girnileg Nutellapizza
Létt og laggott kjúklingasalat
Helgarsteikin sem allir verða að prófa
Æðislegt Texas chili & amerískt kornbrauð
Súkkulaðihjúpaðir Pågen snúðar með Daimkurli
Miðjarðarhafskjúklingur með döðlum og fetaosti
Kjúklinga- og spínatlasagna
Æðisleg fyllt tacoflétta með nautahakki og salsasósu
Ljúffengur karríkjúklingur með sætum kartöflum
Dásamlega djúsí sítrónu,,brownie“
Æðislegt ostasalat
Bananamuffins með brúnuðu smjöri
Rúllutertubrauð með pepperoni, sveppum & sólþurrkuðum tómötum