Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma – Uppskrift

Auðvelt að búa til og æðislega gott !

Heimatilbúinn sítrónubúðingur er stórgóður á sumrin. Þegar þú ert búin að laga hann seturðu smásletttu af þeyttum rjóma ofan á hann og gestir þínir verða mjög kátir! 

Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma

Fyrir 4-6

Efni: 

Búðingurinn

3/4 bollar sykur

 • 1/4 bolli kartöflumjöl
 • 2-1/2 bollar mjólk (ATH! ekki undanrenna)
 • 3 eggjarauður
 • 1/4 tsk. salt
 • 1 tsk. sítrónubörkur
 • 1/2 bolli sítrónusafi
 • 2 msk. smjör, skorið í bita
 • Rjóminn
 • 1 bolli rjómi
 • 1/3 bolli púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þeytið mjög vel saman sykur, kartöflumjöl, mjólk, eggjarauður, salt, sítrónubörk og sítrónusafa.

Bætið smjöri út í og látið á heita plötu (miðlungs heita). Hrærið stöðugt í þar til búðingurinn er orðinn þykkur (u.þ.b. 8 mín). Hellið í 4-6 ábætisskálar og kælið.

Setjið rjóma, sykur og vanilludropa í skál og þeytið með rafmagnshandþeytara þar til rjóminn er stífþeyttur. Bætið þeytta rjómanum ofan á búðinginn.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Skyldar greinar
Snickers Marengskaka
Pizza með blómkálsbotni
Ofnbakaður skötuselur í karrí-mangósósu með kúskús
Smjördeigssnúðar með sultuðum rauðlauk og fetaosti
Myndband
Húsráð: Frystu matinn fyrir hverja máltíð
Myndband
Athugið – Ekki henda mat í apa! Þetta gæti gerst!
Efnaskipti fitu
Naanbaka með mangókjúkling og spínati
Grillað Kofta með guðdómlegri tzatziki sósu og flatbrauði
Lúxusgrautur með súkkulaðibragði
Tryllt bananakaka með súkkulaðibitum
Chilíborgarar með hvítlauksparmesan ostasósu!
Myndband
Húsráð: Svona endist maturinn þinn lengur
Grillaðar sætar kartöflur með lime og klettasalati
Grænmetis bolognese með mascarpone
10 svakalegar staðreyndir um mat