Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma – Uppskrift

Auðvelt að búa til og æðislega gott !

Heimatilbúinn sítrónubúðingur er stórgóður á sumrin. Þegar þú ert búin að laga hann seturðu smásletttu af þeyttum rjóma ofan á hann og gestir þínir verða mjög kátir! 

Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma

Fyrir 4-6

Efni: 

Búðingurinn

3/4 bollar sykur

 • 1/4 bolli kartöflumjöl
 • 2-1/2 bollar mjólk (ATH! ekki undanrenna)
 • 3 eggjarauður
 • 1/4 tsk. salt
 • 1 tsk. sítrónubörkur
 • 1/2 bolli sítrónusafi
 • 2 msk. smjör, skorið í bita
 • Rjóminn
 • 1 bolli rjómi
 • 1/3 bolli púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þeytið mjög vel saman sykur, kartöflumjöl, mjólk, eggjarauður, salt, sítrónubörk og sítrónusafa.

Bætið smjöri út í og látið á heita plötu (miðlungs heita). Hrærið stöðugt í þar til búðingurinn er orðinn þykkur (u.þ.b. 8 mín). Hellið í 4-6 ábætisskálar og kælið.

Setjið rjóma, sykur og vanilludropa í skál og þeytið með rafmagnshandþeytara þar til rjóminn er stífþeyttur. Bætið þeytta rjómanum ofan á búðinginn.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Skyldar greinar
Myndir
,,Vafflaðu“ Pågen snúðana þína & þeir verða einfaldlega dásamlegir
Sterk & klístruð chilli kjúklingalæri á grillið
Ítalskt kjúklingapasta með tómötum, basiliku & mozzarella
Heimsins besta kartöflusalat
Myndband
Svakaleg beikonbaka sem þú bara verður að prófa
Myndir
Frumleg og spennandi nýjung á Íslandi
Gómsæt veislubrownie með vanillurjóma
Brjálæðislega gott döðlu- & ólífupestó
Myndir
Geggjaðir Pågen kanilsnúðar með hvítu súkkulaði & karamellu
Frönsk súkkulaðikaka með karamellukeim
Hættulega góð bananaostakaka
Sjúklega gómsæt Snickerssæla
Fljótleg og ljúffeng ítölsk brauðterta
Himneskar bollakökur með vanillu- og sykurpúðakremi
Frönsk súkkulaðikaka með pekanhnetukurli og heitri karmellusósu
Myndband
Heimatilbúin ostasósa á 10 mínútum