Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma – Uppskrift

Auðvelt að búa til og æðislega gott !

Heimatilbúinn sítrónubúðingur er stórgóður á sumrin. Þegar þú ert búin að laga hann seturðu smásletttu af þeyttum rjóma ofan á hann og gestir þínir verða mjög kátir! 

Sítrónubúðingur með þeyttum rjóma

Fyrir 4-6

Efni: 

Búðingurinn

3/4 bollar sykur

 • 1/4 bolli kartöflumjöl
 • 2-1/2 bollar mjólk (ATH! ekki undanrenna)
 • 3 eggjarauður
 • 1/4 tsk. salt
 • 1 tsk. sítrónubörkur
 • 1/2 bolli sítrónusafi
 • 2 msk. smjör, skorið í bita
 • Rjóminn
 • 1 bolli rjómi
 • 1/3 bolli púðursykur
 • 1 tsk vanilludropar

Aðferð:

Þeytið mjög vel saman sykur, kartöflumjöl, mjólk, eggjarauður, salt, sítrónubörk og sítrónusafa.

Bætið smjöri út í og látið á heita plötu (miðlungs heita). Hrærið stöðugt í þar til búðingurinn er orðinn þykkur (u.þ.b. 8 mín). Hellið í 4-6 ábætisskálar og kælið.

Setjið rjóma, sykur og vanilludropa í skál og þeytið með rafmagnshandþeytara þar til rjóminn er stífþeyttur. Bætið þeytta rjómanum ofan á búðinginn.

Verði ykkur að góðu!

 

 

Skyldar greinar
4
Uppskrift: Gamli góði Langi Jón
Quesadilla með bláberjum, banana og rjómaosti
Guðdómlegur kjúklingaréttur í rjómalagaðri cajunsósu
Vanillubúðingur með chiafræjum
Pizzufiskur (eða þorskur í miðjarðarhafssósu með mozzarella!)
Nammisprengja með Nutella, Maltesers, Oreo & Dumle karamellum
Hann er með 2 typpi og segir bæði virka!
Mexíkóskur mangókjúklingur
Austurlensk kjúklingasúpa með kókosmjólk og chilí
Mexíkósk tortillapizza með kjúklingi
2
Grænmetislasagna og hvítlauksbollur
Heilsteiktur kjúklingur með karrí- og eplasósu
Kim Kardashian á forsíðu ástralska Vogue
Þegar þú hélst ég væri ekki að horfa
Vandræðalega góð kjúklingasúpa með hnetusmjöri og rauðu karrý
Myndband
7 mýtur um mat sem þú hefur örugglega ekki heyrt